Verðmæti afla Þerneyjar hálfur milljarður

Mjög góður afli fékkst í Barentshafi og við Lofoten en …
Mjög góður afli fékkst í Barentshafi og við Lofoten en gæftir voru stirðar framan af túrnum og frátafir talsverðar. Ljósmynd/HB Grandi

Frystitogarinn Þerney RE kom til Reykjavíkur um miðjan dag í gær að lokinni vel heppnaðri veiðiferð í norska lögsögu.

Aflinn upp úr sjó var um 1.275 tonn og aflaverðmætið er áætlað um 506 milljónir og gæti verið um Íslandsmet að ræða, segir í umfjöllun um veiðiferðina í  Morgunblaðinu í dag.

,,Við erum að vonum ánægðir með þennan túr. Þrátt fyrir leiðindaaveður og frátafir frá veiðum heilu dagana af þeim sökum, voru aflabrögðin mjög góð,“ sagði Kristinn Gestsson, skipstjóri á Þerney, í samtali við heimasíðu HB Granda. Veiðiferðin stóð í tæplega 40 daga, en byrjað var að veiða á Fuglabankanum í Barentshafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert