Eftirför endaði með árekstri

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglumenn við eftirlit tilkynntu klukkan 00:43 í nótt um að þeir væri að veita bifreið eftirför í Breiðholti. Þegar eftirförinni lauk hafði bifreiðinni verið ekið á aðra bifreið, umferðarljós og umferðarmerki.

Voru tveir aðilar strax handteknir og færðir í fangageymslur á Hverfisgötu þar sem blóðsýni voru tekin. Talið er að þriðji aðili tengist málinu en hann er ófundinn að sögn lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert