Hafa miklar áhyggjur af uppsögnum

Frá fiskeldi við Patreksfjörð.
Frá fiskeldi við Patreksfjörð.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af hópuppsögn Fjarðalax á starfsmönnum í vinnslu á Patreksfirði. Bæjarfulltrúarnir áttu símafund með Einari Erni Ólafssyni, forstjóra félagsins, í gærmorgun og hafa þeir jafnframt ákveðið að leita til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um að meta áhrifin af áformum Fjarðalax.

Eins og fram hefur komið verður fjórtán starfsmönnum sem nú starfa við vinnslu og pökkun á Patreksfirði sagt upp frá og með næstu mánaðamótum vegna tímabundinnar óvissu um staðsetningu nýs vinnsluhúss Fjarðalax. 

Í tilkynningu frá félaginu sagði jafnframt að nýtt vinnsluhús væri nauðsynlegt vegna aukinna umsvifa Fjarðalax á Vestfjörðum.

Fram kemur á vef Vesturbyggðar að bæjarfulltrúarnir muni funda á nýjan leik með forsvarsmönnum félagsins fljótlega eftir páska.

Frétt mbl.is: 14 sagt upp á Patreksfirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert