Julio sigraði annað árið í röð

Julio Cesar stóð uppi sem sigurvegari.
Julio Cesar stóð uppi sem sigurvegari. Af Instagramsíðu Kex Hostel

Ju­lio Ces­ar Guiter­rez, bóndi á Há­vars­stöðum í Hval­fjarðarsveit, fór í dag með sigur af hólmi í rúningskeppninni Gullklippunum annað árið í röð. Keppnin fór fram í portinu fyrir aftan Kex Hostel, og kepptust þar sex þaulvanir rúningsmenn um að framkvæma sneggstu og bestu rúninguna.

Keppnin var haldin af Kexlandi og Landsambandi Sauðfjárbænda, og er þetta í annað skipti sem hún fer fram. Að sögn Benedikts Reynissonar, fjölmiðlafulltrúa Kexlands, var mikil stemning á svæðinu, en hátt í 200 manns fylgdust með keppninni.

„Veðrið lék við okkur og hér var fullt af fólki og mikil gleði. Kindurnar voru líka frekar rólegar og þetta gekk rosalega vel,“ segir hann.

Keppendur voru af báðum kynjum, en þeir þrír sem voru með besta tímann og mestu gæðin á rúningum komust áfram í úrslit. Voru það núverandi núverandi Íslandsmeistari Hafliði Sævarsson og Englendingurinn Foulty Bush auk Julios.

Að sögn Benedikts var keppnin mjög jöfn, en Julio fór þó með sigur af hólmi og hlaut að launum sjálfar Gullklippurnar. Hafnaði Foulty í öðru sæti og Hafliði í því þriðja.

Benedikt segir tímann skipta máli, en gæðin á rúningunni skipti þó meira máli. Það taki keppendur yfirleitt um þrjár og hálfa mínútu að klára rúningu á tveimur kindum, en dómnefnd skeri þó úr um það hver hafi framkvæmt bestu rúninguna.

Julio varð Íslandsmeistari í rúningi fyrstu þrjú árin sem sú keppni var haldin, en tók sér svo pásu og keppti aftur í fyrra þar sem hann lenti í 2. sæti. Julio fer til Bretlands í sumar að keppa á heimsmeistaramótinu í sauðklippum og er það í annað sinn sem hann tekur þátt.

Sauðféð kom frá Hraðastöðum í Mosfellsdal og kom það í fylgd dýralæknis sem sá um að allt færi mannúðlega fram. 

Sauðfjár­bænd­ur halda um helg­ina aðal­fund sinn og árs­hátíð í Reykja­vík. Árs­hátíðin verður hald­in í kvöld í Súlna­saln­um klukk­an 19.

Frétt mbl.is: Koma með sveitina í borgina

Áhorf­end­ur fylgd­ust spennt­ir með fag­mönn­un­um etja að kappi.
Áhorf­end­ur fylgd­ust spennt­ir með fag­mönn­un­um etja að kappi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert