Kostnaður við viðgerðir vega 14-18 milljónir

Malbikið flettist af á Hvalfjarðarvegi við Brunná í ofsaveðrinu.
Malbikið flettist af á Hvalfjarðarvegi við Brunná í ofsaveðrinu. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðin hefur metið kostnað við að gera við skemmdir sem urðu á bundnu slitlagi á vegum landsins í ofsaveðrinu sem gekk yfir laugardaginn 14. mars sl.

Gróf kostnaðaráætlun er upp á 14-18 milljónir króna, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Á austursvæði urðu mestar skemmdir og er áætlaður kostnaður við viðgerðir þar um 6 milljónir króna. Á öðrum svæðum var tjónið minna. Að sögn G. Péturs er búið að merkja skemmdu svæðin samkvæmt reglum þar um svo vegfarendur fari sér ekki að voða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert