Ragnarök laut í lægra haldi

Það var hart tekist á Seltjarnarnesi í dag.
Það var hart tekist á Seltjarnarnesi í dag. mbl.is/Kristinn

Ragnarök, keppnislið roller der­by á Íslandi, laut í lægra haldi fyrir norska liðinu Oslo Tiger City Beasts, en liðin mættust í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag. Enduðu leikar 130-252 fyrir þeim norsku.

Þetta var einungis í annað skipti sem roller derby leikur er spilaður hér á landi, en í októbermánuði síðastliðnum lék íslenska liðið gegn hinu franska Les Morues.

Roller derby er hröð snertiíþrótt sem er spiluð á hjólaskautum, en markmið leiksins er að skora sem flest stig með því að hringa andstæðinginn.

Vinsældir íþróttarinnar hafa farið ört vaxandi hér á landi sem og annars staðar. Nokkur nýliðanámskeið eru haldin á hverju ári og var svo mikil aðsókn síðast að vísa þurfti fólki frá. Íþróttin er, eins og áður sagði, spiluð á hjólaskautum og eru aðallega konur sem spila hana, þó svo að karlaliðum hafi farið fjölgandi undanfarið um allan heim.

Fylgj­ast má með Roller Der­by Ísland á Face­book.

mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert