Tvö sprungin dekk en engar bætur

Hola í vegi á Sæ­braut.
Hola í vegi á Sæ­braut. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ástand vega á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur versnað mikið að und­an­förnu og víða hafa mynd­ast djúp­ar hol­ur í göt­um. Mbl.is hef­ur borist fjöldi ábend­inga um hol­ur víða um borg­ina, sem hafa oft á tíðum valdið tjóni á bíl­um.

Við ósk­um hér með eft­ir fleiri ábend­ing­um á net­fangið net­frett@mbl.is

Davíð Ernir Harðarson er einn þeirra sem orðið hefur fyrir barðinu á vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu, en fyrir skömmu keyrði hann ofan í brúnahvassa 20 sentímetra djúpa holu á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Við þetta hvellsprakk á tveimur dekkjum og felgurnar skekktust. 

Þessi hola er við hring­torg á Reykja­vegi, og get­ur skapað …
Þessi hola er við hring­torg á Reykja­vegi, og get­ur skapað hættu fyr­ir öku­menn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Davíð skrifaði um málið á Facebook en þar kemur fram að höggið hafi skilið eftir sig 9 sentímetra göt á báðum dekkjum og ekki hafi verið hægt að gera við þau. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið af honum skýrslu og myndað herlegheitin. 

„Strax á mánudaginn eftir fór ég á skrifstofu Sjóvá, tilkynnti tjónið og fyllti út tjónaskýrslu. Maðurinn sem var þar fyrir svörum upplýsti mig um að langfæst tilfelli væru bótaskyld, því ætti ég ekki að gera mér miklar vonir,“ skrifar Davíð. Segist hann í kjölfarið hafa fengið upphringingu frá einum af fulltrúum Sjóvá sem tilkynnti honum að ekki væri um bótaskylda kröfu að ræða þar sem þessi tiltekna hola hafði ekki verið tilkynnt. Borgin og gatnamálameistari gætu því ekki tekið ábyrgð á skemmdum sem hún ylli. 

Þá hefðu borist 70 tjónstilkynningar til Sjóvá í fyrra en aðeins ein þeirra hefði verið bótaskyld. Það sem af er þessu ári hefðu borist aðeins færri tilkynningar en að sama skapi aðeins ein bótaskyld.

Á Vest­ur­lands­vegi hafa mynd­ast rák­ir í vegi líkt og á …
Á Vest­ur­lands­vegi hafa mynd­ast rák­ir í vegi líkt og á Sæ­braut, en þar sem um stoðbraut er að ræða skap­ast mik­il hætta út frá þessu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Núna velti ég samt fyrir mér, þar sem það liggur í augum uppi að illa hafi verið staðið að malbikun og lítið sem ekkert viðhald hafi verið götum borgarinnar. Fjölmiðlar hafi orð á því að vegakerfið sé afskaplega slæmt og bara það eitt að keyra kílómeter innanbæjar sé orðið skyldara stórsvigi vegna ástandsins frekar en hefðbundnum akstri, hvernig geti staðið á því að viðkomandi aðilar telji sig ekki bótaskylda þegar skemmdir, augljóslega vegna þess eiga sér stað. Eitthvað er afturábak við þetta alltsaman,“ skrifar hann og heldur áfram:

„Ef t.d. pípari pípuleggur og það fer að leka og skemmast þegar farið er að nota lagnirnar, þá er þar væntanlega bótaskylda. Ef t.d. smiður eða verktaki smíða eitthvað sem svo hrynur við notkun, eru þeir þá ekki bótaskyldir? Ef rafvirki leggur rafmagn í hús sem svo brennur þegar kveikt er á raftækjum, er það ekki bótaskylt? Hvernig er þetta öðruvísi?“

Í tölvupósti sem Davíð barst frá Sjóvá kemur fram að Vegagerðin beri ekki hlutlæga ábyrgð á öllum vegum, heldur verði eitthvað að koma til sem bendir til þess að um saknæma háttsemi starfsmanna Vegagerðarinnar eða annarra sem Vegagerðin ber ábyrgð á, hafi verið að ræða. Ekkert í gögnum málsins renni stoðum undir það að Vegagerðin hafi haft tök á að bregðast við aðstæðum í tæka tíð.

Staðan á Holtavegi.
Staðan á Holtavegi. mbl.is/Guðjón Jónsson

Sjóvá hafa borist fjölda til­kynn­inga um tjón vegna hol­óttra vega frá ára­mót­um, en trygg­inga­fé­lagið trygg­ir stærstu veg­hald­ara á höfuðborg­ar­svæðinu: Vega­gerðina, Hafn­ar­fjarðabæ og Reykj­vík­ur­borg. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sjóvá hef­ur orðið al­gjör spreng­ing í mál­um af þessu tagi og þau marg­falt fleiri en síðustu ár.

Ábend­ing­um um hol­ur og tjón af þeirra völd­um hef­ur rignt inn til sveit­ar­fé­lag­anna, Vega­gerðar­inn­ar og trygg­ing­ar­fé­laga að undanförnu. Skipta þess­ar til­kynn­ing­ar orðið hundruðum og eru frá ára­mót­um orðnar langt­um fleiri en á öllu síðasta ári.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­un­um frá björg­un­ar­fé­lag­inu Vöku sem sinn­ir meðal ann­ars drátt­arþjón­ustu er hef­ur orðið 100% aukn­ing á út­köll­um af þessu tagi frá síðasta ári. Hafa síðustu tvær vik­ur verið sér­stak­lega anna­sam­ar og fyr­ir­tækið fengið fjölda beiðna á dag.

Víða eru skemmd­ir í gatna­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar.
Víða eru skemmd­ir í gatna­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar. Júlíus Sigurjónsson

mbl.is hafa meðal annars borist ábendingar um holur á Lækjargötu, Reykjavegi, Holtavegi, Framnesvegi, Melatorgi, við Sigtún og í Skeifunni. Þá eru djúpar rákir á Vesturlandsvegi og Sæbraut sem geta skapað mikla hættu.

Einn lesandi mbl.is benti á tvær stórar og djúpar holur á afleggjaranum inn að Hellisheiðavirkjun, sem líklega eru stækkandi. Fólk á lágum bílum þurfi hreinlega að fara yfir á næsta vegarhelming til að lenda ekki í tjóni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert