Upptaka nýrra lyfja of hæg

Yfirlæknir lyflækninga á krabbameinsdeild LSH telur að upptaka nýrra lyfja …
Yfirlæknir lyflækninga á krabbameinsdeild LSH telur að upptaka nýrra lyfja sé of hæg hér á landi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Maður er að sjálfsögðu ekki ánægður ef ekki er hægt að nota þau lyf sem maður vill bjóða upp á.“

Þetta segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, í Morgunblaðinu í dag. „En það má ekki gleyma því að það hafa orðið framfarir og lyf sem við bjóðum upp á nú þegar eru í samræmi við það sem notast er við annars staðar.

Það er ekki svo að við séum að bjóða upp á úreltar meðferðir og meðferðarárangur er almennt mjög góður en við vildum gjarnan geta boðið fyrr upp á fleiri ný lyf. Í ákveðnum tilvikum myndi það fjölga möguleikum í meðferð ef við hefðum aðgang að þessum lyfjum,“ bætir Gunnar Bjarni við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert