Verði betur samstiga

Karl Björnsson, framkvæmdasstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Karl Björnsson, framkvæmdasstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ljósmynd/Samband íslenskra sveitarfélaga

Samkomulag um samstarf á sviði kjaramála milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og ríkisins er í burðarliðnum.

Fjallað var um drög að samkomulaginu í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga í gær og samþykkt var í borgarráði sl. fimmtudag að veita borgarstjóra heimild til að undirrita samkomulagið.

„Það hefur alltaf verið ákveðið samráð þarna á milli en við erum að reyna að þétta það með þessu. Það er ekki búið að ganga endanlega frá þessu,“ segir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að opinberir vinnuveitendur verði framvegis betur samstiga í karaviðræðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert