Gott færi á skíðasvæðum

Skíðasvæði lands­ins eru víða opin í dag og er víðast hvar talsvert gott færi, að sögn forstöðumanna margra þeirra.

Opið er í Bláfjöllum í dag. Þar er hæglætisveður og fjögurra stiga frost, gengur á með snjókomu en spár gera ráð fyrir að það birti frá hádegi. Færið er mjúkt.

Í dag er unglingameistaramót í Kóngsgili og æfingabakka, en allar hefðbundnar leiðir eru þó opnar, fyrir utan Kóngsilið sjálft. Öxlin er opin.

Einnig er hægt að skíða í Hlíðarfjalli í dag, en þar er opið frá klukkan 10 til 16.

Góðar aðstæður eru í Skálafelli en þar verður opið frá klukkan 10 til 17 í dag.

Þá verður skíðasvæðið í Tindastól opið í dag frá klukkan 11 til 16 og eins eru aðstæður góðar á Siglufirði, þar sem skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10 til 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert