Hálka víða um land

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Þórður

Hálka eða snjóþekja er á vegum víða um land eftir nóttina og er víða unnið að hreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka á Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði.

Þæfingsfærð og snjókoma er á Lyngdalsheiði og einnig mjög víðar á vegum á Suðurlandi eftir nóttina. Greiðfært er á Reykjanesbrautinni. Snjóþekja er víða á Suðurnesjum.

Á Vesturlandi er víða snjóþekja og éljagangur. Fróðárheiði er ófær.

Þá er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Vestfjörðum og sumstaðar éljagangur. Þæfingsfærð og skafrenningur er í djúpinu og á sunnanveðum Vestfjörðum. Þungfært er á Mikladal, Hálfdán og Kleifaheiði. Ófært er á Klettshálsi. Verið er að athuga með færð víðar.

Á Norðurlandi er víða snjóþekja.

Hálkublettir eru yfir Möðrudalsöræfi og eins á Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Oddskarði. Vegir eru annars greiðfærir á Austurlandi - og á Suðausturlandi vestur í Öræfi en þaðan eru hálkublettir vestur fyrir Vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert