Mjölnismenn sigursælir í Englandi

Egill kláraði sinn bardaga eftir örfáar sekúndur.
Egill kláraði sinn bardaga eftir örfáar sekúndur. ljósmynd/Mjölnir

Mjölnismennirnir Egill Øydvin Hjördísarson og Birgir Örn Tómasson sigruðu báðir sína MMA-bardaga á CSFC-bardagakvöldinu í Doncaster í Englandi í gærkvöldi. Diego Björn Valencia reyndi í fyrsta sinn fyrir sér í sparkboxi en þurfti að láta í minni pokann fyrir andstæðingi sínum eftir klofinn dómaraúrskurð.

Það tók Egil ekki nema sjö sekúndur að klára bardaga sinn með rothöggi eftir háspark, en Birgir sigraði sinn andstæðing á skrokkhöggi eftir 46 sekúndur.

Birgir mætti Onur Caglar sem var með átján bardaga að baki meðan Birgir var með þrjá bardaga; Egill, sem hafði keppt tvisvar, mætti Matt Hodgson sem var með fjóra bardaga undir belti og Diego, sem eins og áður segir var að stíga sín fyrstu skref í K1-sparkboxi, mætti Anthony Elliot sem hafði keppt fjórum sinnum í K1.

„Þessi reynslumunur var hins vegar ekki sýnilegur þegar á hólminn var komið,“ segir á vefsíðu Mjölnis. „Sannarlega mögnuð frammistaða hjá okkar mönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert