Sækja þing í Hanoi

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir er formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins. mbl.is/Ómar

132. þing Alþjóðaþingmannasambandsins hófst í gær í Hanoi, höfuðborg Víetnams, og mun standa fram á miðvikudag. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður Íslandsdeildar sambandsins, Ásmundur Einar Daðason og Birgitta Jónsóttir sækja þingið fyrir hönd Alþingis.

Helstu umræðuefni þingsins verða hvernig stuðla megi að nýju kerfi varðandi stjórnun vatns í heiminum, alþjóðalög í tengslum við fullveldi ríkja, íhlutunarleysi um innanlandsmál og mannréttindi auk friðhelgi á 21. öldinni og lýðræði framtíðar. Þá fer fram almenn umræða um ný markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert