Víða snjókoma eða él

Spáð er snjókomu víða um land í dag.
Spáð er snjókomu víða um land í dag. mbl.is/Þórður

Veðurstofan spáir snjókomu og éljum víða um land í dag. Nokkuð snjóaði um landið, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu, í nótt og virðast landsmenn þurfa að bíða dálítið lengur eftir vorinu.

Gert er ráð fyrir norðaustan vindi 10-18 m/s norðvestantil með morgninum, en annars austlægri eða breytilegri átt. Með kvöldinu verður vindurinn norðlægari og mun þá stytta upp sunnanlands.

Á morgun, mánudag, er síðan spáð norðlægri átt 10-18 m/s um landið austanvert, en mun hægri vindi vestantil. Það verður léttskýjað að mestu á Suður- og Vesturlandi, dálítil él norðvestantil, en snjókoma eða él norðaustan- og austanlands.

Frost verður á bilinu núll til átta stig, kaldast fyrir norðan, en víða frostlaust við suðurströndina í dag.

Hægt er að fylgjast með veðurspánni á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert