Enn deilt um Héðinsreit

Héðinsreitur er á einum eftirsóttasta byggingarstað landsins, í grónu hverfi …
Héðinsreitur er á einum eftirsóttasta byggingarstað landsins, í grónu hverfi steinsnar frá Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Styrmir Kári

Útlit er fyrir að deilunni um vestari hluta Héðinsreitsins í Reykjavík ljúki ekki fyrr en haustið 2016 með dómi í Hæstarétti.

Deilan er nú að fara aðra umferð í dómskerfinu og snýst um mat á bótaskyldu slitastjórnar Byrs sparisjóðs vegna tafa á verkefninu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Uppbygging á þessum eftirsótta reit við Ánanaust í Reykjavík tefst því enn frekar en samkvæmt heimildum blaðsins úr byggingargeiranum er markaðsverð vestari hluta lóðarinnar um 800 milljónir en flóknir skipulagsskilmálar gætu sett þar strik í reikninginn. Lóðin hefur staðið auð síðan eldri byggingar voru rifnar árið 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert