Enn nauðsynlegt að sjóða neysluvatn

Íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi þurfa enn að sjóða neysluvatnið.
Íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi þurfa enn að sjóða neysluvatnið. Wikipedia

Enn er nauðsynlegt að sjóða neysluvatn í Svalbarðsstrandarhreppi, en samkvæmt sýnum sem tekin voru í byrjun síðustu viku er mengun í Svalbarðsstrandarveitu staðfest, að því er segir í tilkynningu frá Norðurorku.

Þar segir jafnframt að vatn sem fari inn á dreifikerfið í dag sé úr borholu á svæðinu og vatnslind nr. 4, en fyrir liggi staðfestar mælingar um að það vatn, þ.e. úr holunni og lind nr. 4, sé ómengað.

Enn er beðið eftir niðurstöðu úr frekari sýnum sem tekin hafa verið úr dreifikerfinu.

„Þetta er gert til þess að hægt sé að staðfesta að mengað vatn hafi skilað út úr kerfinu. Til þess að flýta fyrir þessu hefur einnig verið hleypt vatni undan í vatnstankanum, auk þess sem vatni verður hleypt úr brunahönum á svæðinu.

Ítrekað er að nauðsynlegt er að sjóða allt neysluvatn í Svalbarðsstrandarveitu þar til annað er tilkynnt,“ segir í tilkynningunni.

Sjá fyrri frétt mbl.is: Íbúarnir sjóði allt neysluvatn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert