Kalt en bjart

Það skella sér örugglega margir á skíði í dag.
Það skella sér örugglega margir á skíði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er ágætt veður um nánast allt land en kalt í veðri. Það er léttskýjað sunnan- og vestantil en hvassara fyrir austan.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Norðlæg eða breytileg átt, 8-15 m/s, hvassast austantil, léttskýjað sunnan- og vestanlands, dálítil él NV-til en snjókoma eða él NA- og A-lands. Hægari vindur þegar líður á kvöldið og dregur úr úrkomu.

Gengur í norðvestan 10-18 m/s norðaustantil á landinu eftir hádegi á morgun með éljum. Annars hægari vindur. Bjartviðri fyrir sunnan, en stöku él norðvestantil. Frost 0 til 8 stig, en hiti um frostmark við SA- og A-ströndina.

Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en vaxandi norðvestanátt og él við NA-ströndina síðdegis. Frost 1 til 8 stig yfir daginn, en kringum frostmark syðst.

Á miðvikudag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, en annars snjókoma eða él. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Austlæg átt og bjart veður N-til á landinu, annars skýjað, en vaxandi austan átt og dálítil él sunnantil þegar líður á daginn. Frost 0 til 8 stig, en hiti um eða yfir frostmarki við S-ströndina.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt. Dálítil snjókoma eða slydda með köflum, en síðar rigning og hlýnar í veðri, en úrkomulítið norðantil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert