Leitað að Íslendingi í Danmörku

Jónas Elfar Birgisson.
Jónas Elfar Birgisson. Ljósmynd af vef TV2

Danska lögreglan leitar nú að 39 ára gömlum Íslendingi sem býr í Kolding í Danmörku. Ekkert hefur spurst til hans í meira en mánuð. 

Lögreglan á Suður-Jótlandi lýsti eftir manninum, sem heitir Jónas Elfar Birgisson, í morgun. Hann er skráður til heimilis að Stejlbergsvegj 17 í Kolding.

Síðast sást til Jónasar þann 18. febrúar síðatliðinn, að því er fram kemur í frétt TV2 um málið. Lögreglan segir að hann hafi mögulega yfirgefið heimili sitt án peninga, skilríkja og síma.

Jónas Elfar er sagður vera með sítt dökkt hár sem hann bindi oft í tagl, um það bil 175 til 180 sentímetrar að hæð og grannvaxinn. Hann er jafnframt sagður tala góða dönsku, en með íslenskum hreim.

Leit lögreglu hefur ekki skilað árangri, en hún hefur meðal annars verið í sambandi við sjúkrahús vegna leitarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert