Fimm norsk skip landa loðnu á Fáskrúðsfirði

Flestir bátanna komu með um 1.000 tonn að landi í …
Flestir bátanna komu með um 1.000 tonn að landi í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Undanfarna daga hafa fimm norsk loðnuveiðiskip sótt Fáskrúðsfjörð heim með loðnu úr Barentshafi og hefur Loðnuvinnslan hf. tekið einn bát á dag í hrognatöku frá því á miðvikudag í síðustu viku.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, einn bátanna hafa landað 1.500 tonnum en aðrir hafi verið með um 1.000 tonn.

„Við höfum mest keypt sjö báta og var það fyrir um fjórum árum,“ segir Friðrik Mar og bendir á að í fyrra hafi einungis einn bátur komið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert