Skriður úr sífrerahlíðum

Kaldbakshorn er 508 m hátt fjall sem gnæfir yfir Kaldbaksvík …
Kaldbakshorn er 508 m hátt fjall sem gnæfir yfir Kaldbaksvík á Ströndum. Ljósmynd/Arnheiður Sigurðardóttir

Hugsanlegt er að skriðuföllum úr þiðnandi sífrera fjölgi hér á landi vegna hlýnunar loftslags.

Á síðustu árum hafa fallið þrjár stórar skriður úr sífrerahlíðum, sú síðasta úr Árnestindi í Trékyllisvík á Ströndum í júní á síðasta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni þetta í Mrogunblaðinu í dag.

Hinar tvær skriðurnar féllu á árinu 2010, í Torfufellsdal í Eyjafirði og í Móafellshyrnu í Fljótum. Að því er fram kemur í ársskýrslu Veðurstofu Íslands er ekki vitað um stórar skriður í tengslum við bráðnun sífrera fyrir þann tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert