Steingert lauf fannst í Eyjum

Steingerða laufblaðið er ævafornt.
Steingerða laufblaðið er ævafornt. Ljósmynd/Sigmundur G. Einarsson

Nýverið fannst forvitnilegur steingervingur af laufi í Klauf, sem er fjara sem liggur neðan við Breiðabakka og norðan við Stórhöfða í Vestmannaeyjum.

Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir önnur sýni, sem tekin voru frá þessu svæði fyrir nokkrum árum, hafa verið til skoðunar og bendir aldursgreining þeirra til þess að steingervingarnir séu um 5.600 ára gamlir.

„Þetta er á mótum Stórhöfða og Sæfjalls og hefur grafist undir þegar gaus í Sæfjalli,“ segir Ingvar Atli um þennan fund í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert