Steingrímsfjarðarheiði ófær

Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir í  Þrengslum en annars er nokkur hálka á Suðurlandi, einkum á útvegum og sumstaðar er jafnvel þæfingur eða þungfært á sveitavegum.

Á Vesturlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum og þæfingsfærð yfir Heydal. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.

Hálka, snjóþekja og jafnvel þæfingur er á Vestfjörðum og þungfært á kafla í Barðastrandarsýslu. Ennþá er ófært  á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingsfærð á Þröskuldum.

Það er víðast hvar hálka eða snjóþekja á Norðurlandi, éljagangur nokkuð víða og skafrenningur á nokkrum leiðum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi utan Ketiláss en unnið að hreinsun.

Á Austurlandi er að mestu greiðfært á Héraði en sjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði en hálka og skafrenningur á Fagradal. Snjóþekja er í Oddsskarði og þæfingsfærð á Vatnsskarði eystra. Snjóþekja er einnig með suðausturströndinni en þæfingsfærð í Öræfasveit en þar er unnið að hreinsun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert