Víða hálka eða hálkublettir

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Rax / Ragnar Axelsson

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum, og hálka eða hálkublettir á Suðurlandi, einkum á útvegum. Þá er sumstaðar jafnvel þæfingur eða þungfært á sveitavegum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar segir í ábendingu frá veðurfræðingi að búast megi við norðanátt og snjókomu og skafrenningi um norðaustan og austanvert landið í dag og fram á kvöld.

Í tilkynningunni segir einnig:

Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum en snjóþekja á Laxárdalsheiði. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.

Hálka eða snjóþekja er á  flestum vegum á Vestfjörðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Það er víðast hvar hálka eða snjóþekja á Norðurlandi og éljagangur nokkuð víða, einkum á Norðausturlandi. Skafrenningur er á Vatnsskarði og á fjallvegum fyrir austan Eyjafjörð. Þæfingsfærð er á Hólasandi.

Á Austurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur og blint á fjallvegum. Þungfært og skafrenningur er nú á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð og snjókoma á Borgarfjarðarvegi.  Á Fagradal er snjóþekja og skafrenningur og skafrenningur og þæfingsfærð á Oddskarði. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.

Ásþungi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 víða verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn.

Vinna við brú við Þrastalund

Vegna vinnu við brúargólf á brúnni yfir Sogið við Þrastalund er önnur akreinin lokuð en umferð er stýrt með ljósum. Reiknað er með að vinnan standi yfir til 20. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert