Grásleppustofninn 40% sterkari

Grásleppa.
Grásleppa.

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að heildarafli á grásleppuvertíðinni 2015 verði 6.200 tonn. Í fyrra var gerð tillaga um 4.200 tonna afla.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), sagði að meiri áhugi væri á grásleppuveiðum nú en í fyrra. Þá voru grásleppuleyfi 223 en Örn taldi að þau gætu orðið um 300 nú.

Grásleppuvertíð er hafin fyrir Norðurlandi og suður um Austfirði og hafa um 100 bátar byrjað veiðar. Stofnmæling botnfiska eða vorrall Hafrannsóknastofnunar, sem er nýlokið, sýnir rúmlega 40% hækkun stofnvísitölu grásleppu frá því í fyrra, að sögn Hafrannsóknastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert