Umsögn um endurupptöku væntanleg

Skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið sem kynnt var í …
Skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið sem kynnt var í lok mars 2013. Í henni kom fram að veigamiklar ástæður væru til endurupptöku þess. mbl.is/Rósa Braga

Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, ætlar að skila umsögn um beiðnir um endurupptöku málsins 15. apríl. Hann hefur fengið frest í tvígang og í millitíðinni hafa borist tvær aðrar beiðnir um endurupptöku. Þær hafa þó ekki komið inn á borð Davíðs Þórs.

Upphaflega stóð til að umsögninni yrði skilað 1. janúar. Davíð Þór fékk hins vegar frest, fyrst til 1. mars og síðan til 15. apríl, til þess að skila af sér. Hann segir nú að umsögninni verði skilað þá nema eitthvað breytist.

Umsögnin varðar beiðnir um endurupptöku frá Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni. Erfingjar Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar skiluðu inn sambærilegum beiðnum um miðjan mars.

„Það gæti bæst í þetta en það er ekki komið inn á mitt borð svo ég held áfram með þessar tvær [beiðnir]. Það verður klárað fyrir 15. apríl. Þetta er búin að vera heilmikil vinna og ekki allt búið,“ segir Davíð Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert