Vaxandi norðvestanátt

Það er vaxandi norðvestanátt á Norður- og Austurlandi með morgninum, 10-20 m/s uppúr hádegi með snjókomu eða éljum. Norðan 3-10 á S- og V-landi og léttskýjað. Dregur úr vindi í nótt. Norðan 5-10 um hádegi á morgun og léttskýjað, en dálítil él N-lands. Frost 2 til 8 stig, en sums staðar harðara frost að næturlagi.

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum en annars er nokkur hálka eða hálkublettir á Suðurlandi, einkum útvegum og sumstaðar er jafnvel þæfingur.

Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum en snjóþekja á Bröttubrekku og  Laxárdalsheiði. Hálka er á Holtavörðuheiði.

Hálka eða snjóþekja er á fjallvegum á Vestfjörðum en á láglendi eru hálkublettir.

Það er víðast hvar hálka eða snjóþekja á Norðurlandi og éljagangur nokkuð víða, einkum á Norðausturlandi. Þungfært er um Tjörnes.

Á Austurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði.  Á Fjarðarheiði og í Fagradal er snjóþekja en hálka á Oddsskarði. Hálka eða hálkublettir með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert