Athuga möguleika á endurálagningu

Frá Akranesi. Fulltrúar móta viðbrögð bæjarins við úrskurði um sorpgjöld.
Frá Akranesi. Fulltrúar móta viðbrögð bæjarins við úrskurði um sorpgjöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Akraneskaupstaður er að láta skoða áhrif úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og möguleika til endurákvörðunar sorphreinsunar- og eyðingargjalda á síðasta ári.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið rétt staðið að álagningu gjaldanna og var ákvörðunin því felld úr gildi.

Úrskurðað var um málið vegna kæru íbúa á Akranesi. Krafðist hann þess að sorpgjöld sín yrðu endurskoðuð og í kjölfarið lækkuð töluvert. Studdi hann mál sitt þeim rökum að bæjarstjórn hefði láðst að fá samþykki heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir gjaldskrá ársins, eins og áskilið væri í lögum. Þá hefði ekki verið tekið tillit til umtalsverðs hagnaðar af málaflokknum undanfarin fimm ár og gjöldin því of há í ljósi þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert