Gagnrýnt að skýrsla sé á ensku

Hægt er að nálgast skýrsluna, á ensku, og samantekt úr …
Hægt er að nálgast skýrsluna, á ensku, og samantekt úr henni á íslensku á vef forsætisráðuneytisins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Íslensk málnefnd telur það óhæfu að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis skuli rita forsætisráðherra skýrslu á ensku.“ Þetta eru upphafsorð bréfs Íslenskrar málnefndar til forseta Alþingis, sem sent var í gær.

Nefndin benti forseta Alþingis á að skrif skýrslu á ensku til notkunar innan Alþingis og Stjórnarráðs Íslands færu á svig við 8. grein laga (61/2011) um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Þar væri skýrt kveðið á um að íslenska væri mál Alþingis, dómstóla og stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga.

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, skilaði í gær skýrslu um endurbætur á peningakerfinu til forsætisráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert