Hlutfall skulda undir 60% 2018

Fjármála- og efnahagsráðuneytið stefnir nú að því að hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu verði undir 60% í lok árs 2018 og til lengri tíma er stefnt að því að hlutfallið verði ekki hærra en 45%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Birt hefur verið stefna í lánamálum ríkisins 2015-2018, en í tilkynningunni kemur fram að samkvæmt stefnunni hafi markmið um meðallánstíma lánasafns ríkisins hækkað í 5 ár að lágmarki og að hlutfall lána ríkissjóðs sem gjaldfalla á hverju almanaksári skuli að hámarki nema 15% af vergri landsframleiðslu.

„Viðmiðunarreglur fyrir samsetningu lánasafns ríkissjóðs eru þrengdar þannig að þær verða 70-90% fyrir óverðtryggð lán og 15-30% fyrir verðtryggð lán,“ segir í tilkynningunni.

Stefnu í lánamálum ríkisins 2015-2018 má finna á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert