Tæknimenn kjósa aftur um verkfallsboðun

Komi til verkfalls hefst það föstudaginn 16. apríl og stendur …
Komi til verkfalls hefst það föstudaginn 16. apríl og stendur til mánudagsins 20. apríl. mbl.is/Kristinn

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu hófst í dag og stendur hún yfir í tæpa viku.  Í gær slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) og segir formaður RSÍ félagsmenn mjög svekkta vegna þróunar mála.

Líkt og áður hefur komið fram hafa SA samningsumboð fyrir hönd RÚV og hefur RSÍ farið fram á að sér kjarasamningur verði gerður við tæknimennina. SA hafnaði þeirri körfu. Tæknimennirnir hafa áður samþykkt verkfallsboðun en Félagsdómur úrskurðaði fyrirhugað verkfall ólöglegt.  

Sami samningur en ekki sömu hækkanir

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir í samtali við mbl.is að ekki sé mikill ágreiningur um launalið samningsins.

Hann segir að samninganefnd RSÍ sætti sig ekki við þá kröfu SA að tæknimennirnir fylgi sama samningi og starfsfólk á almennum vinnumarkaði en fylgi ekki að öllu leyti þeim launahækkunum sem koma mögulega inn í framtíðinni, þeim hækkunum sem hugsanlega verður samið um á næstu vikum. Þá vill RSÍ einnig að gerður verði sér samningur við tæknimenn RÚV. 

Kristján Þórður bendir á að þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðunum í gær hafi samninganefndunum tekist að skilgreina störf tæknimannanna og það það sé mikilvægt skref í ferlinu.

Atkvæðagreiðslan hófst í dag og stendur til þriðjudagsins í næstu viku. Komi til verkfalls hefst það föstudaginn 16. apríl og stendur til mánudagsins 20. apríl. Hafi samningar ekki tekist föstudaginn 24. apríl hefst ótímabundið verkfall þann dag.

Frétt mbl.is: Engin ákvörðun um atkvæðagreiðslu

Frétt mbl.is: Tæknimenn RÚV funda í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert