Opna veginn eftir snjóflóð

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Lokað hefur verið um Siglufjarðarveg síðan í morgun eftir að snjóflóð féll úr Miðstrandargili en Helgi Mar Friðriksson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir að unnið sé að því að ryðja snjóinn af veginum.

„Við erum að ryðja okkur í gegn núna með tækjum og snjóflóðaathugunarmanni og eftirliti frá Vegagerðinni. Þetta er að hafast,“ segir Helgi. Hann segir að vegurinn verði opnaður á ný innan skamms og vill beina því til eigenda bíla sem geymdir voru í Strákagöngum að þeir hugi að bílunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert