Ósáttur við að enginn svaraði

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Maður var handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að hafa brotið þrjár rúður við lögreglustöð bæjarins. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið ósáttur við að enginn svaraði er hann barði á dyrnar. Voru lögreglumenn úti að sinna verkefnum. Var maðurinn sem  sem var í annarlegu ástandi  handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Rétt rúmlega sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Breiðholti en er ökumaður grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Stuttu fyrir hálf ellefu í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um eld í bifreið við heimili í Mosfellsbæ. Var maður handtekinn grunaður um íkveikju og vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert