Óskuðu uppgefnir og kaldir eftir aðstoð

Bretanir voru bæði kaldir og uppgefnir. Þeir höfðu gist í …
Bretanir voru bæði kaldir og uppgefnir. Þeir höfðu gist í tjöldum. ljósmynd/Ólafur Sigfús Benediktsson

Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi var kölluð út kl. 7:45 í morgun til að aðstoða fjóra breska ferðamenn sem hugðust ganga yfir Kjalveg. Fjórmenningarnir voru bæði uppgefnir og kaldir þegar þeir óskuðu eftir aðstoð, en þeir treystu sér ekki til að halda göngunni áfram.

Í tilkynningu frá björgunarsveitinni segir, að Bretarnir hafi lagt af stað frá Blönduósi fyrir fjórum dögum. Þeir voru búnir að gista í tjaldi þessa daga.

Björgunarsveitin kom að hópnum um kl 9:30 þar sem þeir höfðust við í tjöldunum sínum rétt hjá Arnarbælistjörn og voru þeir kátir og þakklátir þegar aðstoðin barst.

Þá segir, að veðrið hafi verið sæmilegt á þessum slóðum - skafrenningur en gekk á með nokkuð dimmum éljum inn á milli. Frost var um 10 gráður.

Farið var með Bretana á Blönduós þar sem þeir ætluðu að láta sér nægja að taka strætó til Reykjavíkur.

Útkallið barst á áttunda tímanum í morgun og um kl. …
Útkallið barst á áttunda tímanum í morgun og um kl. 9:30 var björgunarsveitin komin á vettvang. ljósmynd/Ólafur Sigfús Benediktsson
Tíu stiga frost var á staðnum og þá gekk á …
Tíu stiga frost var á staðnum og þá gekk á með dimmum éljum. ljósmynd/Ólafur Sigfús Benediktsson
ljósmynd/Ólafur Sigfús Benediktsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert