Þjófarnir sækja í eldri bíla

Þjófar sækja í eldri bíla.
Þjófar sækja í eldri bíla. mbl.is/Styrmir Kári

Í febrúar var lögreglu tilkynnt um 42 nytjastuldi á bílum. Töluverð aukning hefur orðið í þessum málaflokki síðan í haust en frá því í ágúst hefur verið tilkynnt um 214 stolna bíla. Það stefndi í algjört metár og því greip lögreglan inn í fyrir skemmstu og handtók nokkra einstaklinga sem höfðu verið hvað duglegastir að hrella samborgara sína.

Bílþjófar hafa ekki mestan áhuga á nýjum og glæsilegum lúxusbílum heldur þeim sem eru yfir 15 ára gamlir. Það er vegna þess að nýir bílar hafa örflögu í lyklinum sem passar fyrir hvern bíl. „Bílar sem eru ekki með svona búnað hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum. Þeir hafa komið sér upp slitnum lyklum og geta tekið viðkomandi bíla mjög auðveldlega. Sumum bílum hefur verið stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Subaru Legacy vinsælastur

Ásgeir segir að eigendur eldri gerða af Subaru Legacy hafi verið sérlega óheppnir en bílum af þeirri tegund er stolið oftar en nokkrum öðrum bíl. Yfirleitt eru engin skemmdarverk framin á bílunum. Þeir eru einfaldlega opnaðir og keyrðir burt þangað til þeir verða bensínlausir. Þá eru bílarnir skildir eftir og næsti bíll sóttur.

„Þjófarnir reyna að tefja lögregluna með því að skipta um bílnúmer en við finnum flesta bíla á sama sólarhring og tilkynning berst. Sögur um að þetta sé keyrt í gám fyrir varahluti erlendis eru ekki réttar. Það er allavega í verulega fáum tilvikum,“ segir Ásgeir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert