Vélsleðaslys við Klukkutinda

mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Klukkutinda. Björgunarsveitir munu flytja sjúkraflutningamenn á slysstað og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Fréttin verður uppfærð.

Uppfært kl. 21.10:

Að sögn upplýsinga- og kynningarfulltrúa Landsbjargar er þyrla Landhelgisgæslunnar rétt ókomin á vettvang. Um er að ræða einn slasaðan vélsleðamann, en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært kl. 22.01:

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sótt manninn og komið honum undir læknishendur í Reykjavík. Búið er að kalla til baka björgunarsveitir sem höfðu lagt af stað á vettvang akandi. Upplýsingar um meiðsl mannsins liggja ekki fyrir að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert