Verða fluttir til byggða

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum.

Fjórir erlendir göngumenn, sem óskuðu aðstoðar á Kili í morgun, eru nú komnir í bíl björgunarsveitarinnar Blöndu á Blönduósi. Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu reyndust mennirnir ekki staddir á þeim stað er þeir gáfu upp en höfðu haldið sig við veginn og óku björgunarmenn því fram á þá rétt í þessu.

Voru þeir allir við ágæta heilsu og mun sveitin flytja þá til byggða.

Eins og fram kom í frétt mbl.is í morgun lögðu menn­irn­ir upp hjá Blöndu­virkj­un í gær og hugðust ganga yfir Kjöl. Í morg­un óskuðu þeir eft­ir aðstoð þar sem þeir voru orðnir upp­gefn­ir og treystu sér ekki lengra.

Fyrri frétt mbl.is:

Sækja uppgefna göngumenn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert