Von á klofnu áliti þingnefndar

Mjög hefur verið deilt um flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til …
Mjög hefur verið deilt um flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. mbl.is/Árni Sæberg

„Það verður klofið,“ segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, um væntanlegt álit nefndarinnar um frumvarp forsætisráðherra um skipulag ráðuneyta og stofnana, sem lagt var fram í vetur í tilefni af fyrirhuguðum flutningi höfuðstöðva Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar.

Brynjar er framsögumaður málsins í þingnefndinni. Ágreiningur hefur verið innan stjórnarflokkanna um frumvarpið og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að flutningi Fiskistofu.

Brynjar Níelsson er einn þeirra, sem og Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. Brynjar segist eiga von á að nefndarálitum verði skilað eftir páska og reiknar hann með að frumvarpið verði afgreitt á þessu þingi. Náist það ekki er talið ólíklegt að af fyrirhuguðum flutningi Fiskistofu verði á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert