Illviðra- og úrkomusamt í marsmánuði

Lægðir gengu linnulítið yfir landið dag eftir dag í mars.
Lægðir gengu linnulítið yfir landið dag eftir dag í mars. Skjá­skot af nullschool.net

Marsmánuður var illviðra- og úrkomusamur, sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert en mun skárri tíð var norðaustan- og austanlands.

Hiti var vel yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 um land allt, en undir meðallagi síðustu tíu ára á Suður- og Vesturlandi.

Veðurlag var stórgert og meðalvindhraði óvenjumikill. Oft urðu samgöngutruflanir vegna hríðarbylja, einkum á fjallvegum. Fokskaðar urðu víða, sérstaklega í óvenjuhörðu sunnanveðri þann 14. Norðurljósavirkni var mikil, einkum 17. mars. Þetta kemur fram í mánaðarlegum pistli á vef Veðurstofu Íslands, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert