Loftárásir Sádi-Araba valda hækkun á olíuverði

Morgunblaðið/Kristinn

Loftárásir Sádi-Araba eru orsök hækkunar á bensínverði í síðustu viku. Þetta segir Magnús Ásgeirsson, eldsneytisinnkaupastjóri hjá N1, en bensínverð hækkaði um þrjár krónur hjá N1 fyrir helgi.

„Hækkun varð á heimsmarkaðsverði í síðustu viku vegna þess að loftárásir Saudi-Araba byrjuðu í Jemen. Svona til að nefna lítið dæmi um áhrif þess, þá hækkaði í síðustu viku tunnuverð á hráolíu úr 53,70 dollurum upp í 56,40 dollara,“ segir Magnús.

Hann bætir því við í Morgunblaðinu í dag, að bensínverð hjá N1 hækkaði í samræmi við hækkun markaðsverðs. Síðan lækkaði bensínverðið um tvær krónur í gær þegar slaknaði á mörkuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert