Stýrihópur um alþjóðlega björgunar- og viðbragðsmiðstöð

Georg Lárusson er formaður hópsins.
Georg Lárusson er formaður hópsins. mbl.is

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað í stýrihóp til að útfæra tillögur um alþjóðlega björgunar- og viðbragðsmiðstöð á Íslandi. Skal hópurinn skila áfangaskýrslu eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.

Formaður hópsins er Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og með honum í hópnum þau Gunnar Pálsson sendiherra og Sóley Kaldal verkfræðingur. Verkefnisstjóri hópsins er Auðunn Kristinsson, yfirstýrimaður hjá Landhelgisgæslunni.

Við vinnu sína skal stýrihópurinn hafa samráð við innlenda og erlenda aðila sem eiga mikið undir því að leit og björgun, þjálfun og þekkingarmiðlun á norðurheimskautssvæðinu sé fullnægjandi. Hópnum til fulltingis verður samráðshópur innanríkisráðuneytis og utanríkisráðuneytis sem komið hefur að verkefninu frá árinu 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert