Hafa í flestum tilfellum setið hjá

Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn …
Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata, hafa oftast setið hjá við atkvæðagreiðslur á yfirstandandi þingi. mbl.is

Þingmenn Pírata hafa setið hjá í meirihluta atkvæðagreiðslna sem þeir hafa verið viðstaddir á yfirstandandi þingi samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis. Þar af hefur einn þeirra, Jón Þór Ólafsson, setið hjá í 66% tilfella. Ýmsir aðrir þingmenn hafa setið hjá í um þriðjungi atkvæðagreiðslna.

Frétt mbl.is: Jón Þór greiðir bara atkvæði um mál sem hann hefur kynnt sér

Þá hafa tveir þingmenn, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verið oftast fjarverandi við atkvæðagreiðslur án þess að tilkynna forföll eða í um 2/3 tilfella. Fyrir fjarveru þingmanna geta vitanlega verið fjölmargar ástæður sem tölfræðin gerir eðli málsins samkvæmt ekki grein fyrir.

Hér að neðan má í myndrænni framsetningu sjá lista yfir þá tíu þingmenn sem oftast hafa setið hjá í atkvæðagreiðslum á Alþingi sem þeir hafa verið viðstaddir og ennfremur þá sem oftast hafa verið fjarverandi atkvæðagreiðslur í þinginu án tilkynntra forfalla. Birt er hlutfall þeirra atkvæðagreiðslna sem viðkomandi þingmaður tók ekki þátt í af heildarfjölda þeirra atkvæðagreiðslna sem fram fóru þegar ekki hefur verið kallaður inn varamaður.

Hjáseta og fjarvistir þingmanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert