Margir óttast langvinn verkföll

Agnes Sigurðardóttir.
Agnes Sigurðardóttir.

„Næstu dagana eru boðuð verkföll hér á landi. Margir óttast að þau geti orðið langvinn og erfið,“ sagði Agnes Sigurðardóttir, biskup, í páskamessu sinni í Dómkirkjunni í dag.

„Fjárhagsáhyggjur þjá margan manninn sem og ótti er tengist framtíð og lífsafkomu. Það er óásættanlegt að í okkar fámenna þjóðfélagi skuli vera fjölskyldur sem ekki sjá fram á bjarta framtíð börnum sínum til handa. Það er óásættanlegt að unga fólkið hafi ekki jöfn tækifæri til náms og þroska. Kannski væri betur komið fyrir okkur sem þjóð ef boðskapur hins upprisna Jesú væri meira í hávegum hafður og meira mark væri tekið á honum,“ sagði Agnes.

Í predikun sinni fjallað Agnes um konurnar sem sagðar eru hafa komið fyrstar að gröf Jesú, er hann var upprisinn.

„„Þar munuð þið sjá hann“ sagði engillinn við konurnar sem höfðu fengið það hlutverk að fara og segja frá,“ sagði Agnes.

„Og nú getum við spurt hér í dag. Hvar er Jesú að sjá, í veröld okkar í dag, í samfélagi okkar, í lífi okkar? Sjálfur sagði hann: „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.”“

Prédikun Agnesar í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert