Horfa til samninga lækna

Hjúkrunarfræðingar horfa sérstaklega til nýrra kjarasamninga lækna og kennara.
Hjúkrunarfræðingar horfa sérstaklega til nýrra kjarasamninga lækna og kennara. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íslenskir hjúkrunarfræðingar horfa sérstaklega til nýrra kjarasamninga lækna og kennara fyrir komandi kjaraviðræður en kjarasamningar hjúkrunarfræðinga renna út hinn 30. apríl næstkomandi.

Mest áhersla er lögð á hækkun grunnlauna, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, en einnig er farið fram á styttingu vinnuvikunnar í kröfugerð sem hjúkrunarfræðingar hafa lagt fram.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur, að gera þurfi hjúkrunarfræði á Íslandi samkeppnishæfa við hinar norrænu þjóðirnar og gera laun hjúkrunarfræðinga samkeppnishæf við laun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Þar skipta þessir tveir þættir mestu; laun og lengd vinnuvikunnar, segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert