Skortir á skilning á afleiðingum hækkana

BHM-félagar vonast til að ríkið leggi fram betra tilboð á …
BHM-félagar vonast til að ríkið leggi fram betra tilboð á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Vika er síðan síðast var fundað. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaráðherra segir að kröfur sem uppi eru gefi til kynna að það skorti á sameiginlegan skilning á afleiðingum slíkra launahækkana og að ekki sé trú á þeim hagspám sem liggja fyrir.

Starfsemi Landspítalans nálega helmingaðist vegna verkfalla 560 félagsmanna aðildarfélaga BHM. Þá lamaðist starfsemi hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um verkföllin í gær í Morgunblaðinu í dag.

„Það virðist skorta á að það takist almenn samstaða um að verja þann stöðugleika sem náðst hefur. [...] Spár sem berast frá Hagstofunni, Seðlabankanum og öðrum eru um að hér sé góður grundvöllur fyrir vaxandi kaupmætti og tiltölulega lágri verðbólgu næstu misserin. En engu að síður eru kröfurnar eins og veruleikinn sé einhver annar. Í sumum tilvikum er farið fram á 50% launahækkun,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann er spurður um fordæmisgildi samninga við BHM.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert