Eldingin gataði nef flugvélarinnar

Gat kom á nef vélarinnar eins og sjá má.
Gat kom á nef vélarinnar eins og sjá má. Skjáskot af 9News.com

Myndin hér að ofan sýnir skemmdirnar sem urðu á flugvél Icelandair, Herðubreið, þegar eldingu laust niður í vélina á þriðjudag. 

Að sögn farþega um borð í vélinni átti atvikið sér stað stuttu eftir að hún hafði hafið sig á loft frá Keflavíkurflugvelli en vélin flaug þó áfram og lenti heilu og höldnu í Denver eins og áætlað var. 

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við mbl.is í gær að flugvélar væru gerðar til þess að taka við eldingum. „(...) þegar þetta ger­ist fer auðvitað í gang ákveðin skoðun hjá áhöfn­inni. Ef ekk­ert amar að vél­inni er flogið áfram,“ segir Guðjón.

Myndin af skemmdunum birtist upprunalega á 9NEWS. Að sögn flugsérfræðings fréttastofunnar, Greg Feith, hefði ekki átt að halda fluginu áfram til Denver.

„Þeir hefðu átt að snúa við. Það er skynsamlegt að snúa við því þú veist ekki hverjar skemmdirnar eru,“ segir Feith við 9NEWS.

Sérfræðingurinn segir jafnframt að eldingum slái aðeins niður í flugvélar einu sinni til fimm sinnum á ári. Miðað við stutta leit á Google og upplýsingar frá Icelandair eru slík atvik þó nokkuð algengari en svo. Má þess geta að flugvél á vegum Icelandair varð fyrir eldingu í desember síðastliðnum í aðflugi til Billund. 

Frétt mbl.is: Vél Icelandair varð fyrir eldingu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert