Gagnrýnir fyrirhugaðan flutning ríkisstofnana

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaðan flutning Fiskistofu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann gerir að umtalsefni ýmis konar áföll sem verða í lífi fólks, og nefnir þar til að mynda atvinnumissi.

Vilhjálmur segir í greininni „að sumir ráðamenn hafa tekið sér fyrir hendur, til eigin hreystimerkis, að ráðskast með störf fólks. Þannig telur sjávarútvegsráðherra rétt og eðlilegt að flytja Fiskistofu til Akureyrar, með manni og mús, án þess að ræða það við starfsfólkið.

Starfsfólk frétti það með sama hætti og aðrir landsmenn, í fjölmiðlum! Áform af þessu tagi eru árás á sjálfsvirðingu starfsmanna Fiskistofu, starfsfólks, sem hefur lagt sig fram um að gera vel í störfum sínum.“

Þá gagnrýnir hann landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra, sem hefur ákveðið að leggja til flutning Landhelgisgæslunnar og RARIK í Skagafjörð.

Vilhjálmur bendir einnig á að „í engu þessara tilfella liggja fyrir nokkrar athuganir á hagkvæmni þeirra flutninga, sem lagðir eru til. Hvað þá að metin séu áhrif á lífskjör í landinu með þessum fyrirhuguðu flutningum. Flutningarnir kunna að bæta hag nokkurra en rýra hag annarra og þó mest heildarinnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert