Landnámshænan heillar vestra

Landnámshænur á Tjörn í Vatnsnesi.
Landnámshænur á Tjörn í Vatnsnesi. Ljósmynd/Júlíus Már Baldursson

Íslenska landnámshænan nýtur mikilla vinsælda í Vesturheimi og þykir einstök í alla staði. Ræktendur leggja mikið upp úr að halda stofninum hreinum og reynt er að koma í veg fyrir hvers kyns blöndun við aðra stofna.

Í kjölfar greina sem birst hafa um hænurnar í tímaritum ytra er eftirspurnin orðin slík að sumir ræktendur vita ekki sitt rjúkandi ráð og víða eru biðlistar til ársins 2017.

Er hænunum lýst sem ákaflega geðgóðum, klókum og forvitnum auk þess sem í þeim er sögð vera seigla sem minni helst á hina norrænu víkinga. Enda gengur landnámshænan þar gjarnan undir nafninu „Viking Chicken“, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert