Von á nýrri lægð síðdegis í dag

Lægðir hringsóla yfir landinu.
Lægðir hringsóla yfir landinu. mbl.is/Kristinn

Enn ganga vertarlægðir yfir landið, nú þegar ellefu dagar eru þar til sumardagurinn fyrsti rennur upp. Ein lægð gekk yfir landið í gær og von er á nýrri lægð úr suðvestri síðdegis í dag. Mun þá smám saman hvessa seinnipartinn og í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni má þá gera ráð fyrir einhverjum skafrenningi á fjallvegum á Vestfjörðum og norður í land um og eftir miðjan dag. Eins má búast við vaxandi renningi á leiðinni austur fyrir fjall undir kvöldið og þá sérstaklega upp úr klukkan 20-21. 

Hægt er að fylgjast með spánni á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert