Minni vöxtur makríls en áður

Anna H. Ólafsdóttir í makrílleiðangri.
Anna H. Ólafsdóttir í makrílleiðangri.

Árlegur vöxtur makríls, bæði hvað varðar lengd og þyngd, hefur minnkað síðustu árin.

Sömuleiðis hefur hægt á vexti innan hvers árgangs og ef dæmi eru t.d. tekin af þriggja ára makríl og svo aftur af sama árgangi fimm árum síðar kemur í ljós að vöxtur hefur minnkað um meira en helming síðustu ár í samanburði við eldri árgang.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsókna Önnu H. Ólafsdóttur, fiskifræðings við Havstovu Færeyja, en hún hefur stjórnað rannsóknum á breytileika í vexti makríls og á útbreiðslusvæði. Verkefnið er unnið í samstarfi Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga og er meðal annars byggt á gögnum frá Hafrannsóknastofnuninni í Bergen, sem spanna 30 ára tímabil frá 1984 til 2013, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert