Tekist á um númerslausan bíl

Bíllinn sem strítt er um í vegarkanti við Eyrarbakka.
Bíllinn sem strítt er um í vegarkanti við Eyrarbakka. Ljósmynd/Helgi Hermannsson

Í tæpa þrjá mánuði hefur númerslaus bíll staðið í vegkanti á Eyrarbakka. Í fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka kemur fram að tekist hafi verið á um það milli embættismanna sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar hvorum beri að fjarlægja bílinn.

Siggeir Ingólfsson, formaður hverfisráðs Eyrarbakka, segir sveitarfélagið ekki geta fjarlægt bílinn þar sem hann standi á vegstæði Vegagerðarinnar. „Sveitarfélagið getur ekkert gert þar sem það hefur ekki umráðarétt yfir þessum vegi, það er Vegagerðin sem hefur það,“ segir Siggeir.

Í gær var settur miði á framrúðu bílsins frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Var frestur gefinn til 23. apríl til að fjarlægja bílinn, að öðrum kosti yrði honum fargað eða tekinn í vörslu í einn mánuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert